Hæg hreyfing með ljósinu
Nýtt ár markar hækkun ljóssins.
Hæg og næm hreyfing frá myrkri til ljóss.
Tími nýrra móta. Skýrari sýnar.
Tími sköpunar með nýju ári.
Lára & Móar bjóða upp á 4 vikna ferðalag í takt við hækkandi ljós og nýtt ár, haldið í MÓUM studio, Bolholti 4.
Í anda Julia Cameron lítum við á sköpun sem andlega iðkun – samtal við eitthvað stærra. Sköpun sem flæðir úr tærri uppsprettu andans og hefur ekkert með afköst, getu eða þekkingu að gera. Uppsprettu sem allir hafa aðgang að – alltaf.
Við þjálfum sambandið við þessa uppsprettu.
Þjálfum traustið til þess sem kemur í gegn hverju sinni.
Hvílum sjálfsgagnrýnandann og sleppum tökunum á útkomunni.
Minnum okkur á að það eitt að opna farveginn er nóg.
Við skrifum til að heyra röddina okkar. Til að hreinsa áður skilyrta hugsun og hegðun. Hreinsa boðleiðina sem sköpunin flæðir um.
Við skrifum okkur nær innsæi og visku og njótum þess að finna stuðning og traust.
Innblásin af Rupi Kaur notum við orð sem leið til úrvinnslu og heilunar. Við skrifum úr líkamanum – þessum efnislega og tilfinningarlega – án þess að fegra eða útskýra.
Við sitjum í hring til að vera séð. Opnum hjartað með ceremonial cacao (valkvætt).
Við syngjum til að muna líkamann. Virkjum röddina bæði til hreinsunar og sköpunar – án kröfu um frammistöðu.
Við teiknum, leirum, klippum, málum og límum.
Búum til draumaspjald fyrir árið.
Fyrir hverja?
Þetta ferðalag er fyrir þig sem:
- þráir hægari takt og mýkri byrjun á nýju ári
- upplifir þreytu, kulnun eða þarft rými til að anda
- heldur að þú „kunnir ekki að skapa“ en finnur að eitthvað vill flæða
- vilt skrifa, syngja og skapa án pressu eða kröfu um afurð/útkomu
- vilt tengjast líkamanum, innsæinu og sköpunarkraftinum á jarðbundinn hátt
Engin fyrri reynsla nauðsynleg. Forvitni er meira en nóg.
Uppbygging ferðalagsins.
- Vika 1: Lending í rýminu · uppihitun · cacao · hlustun & hringur
- Vika 2: Röddin · skrif · hreinsun og losun
- Vika 3: Myndræn sköpun · sköpun í höndunum · sjálfsgagnrýnandinn hvíldur
- Vika 4: Draumaspjald · samþætting · lokahringur
Enginn þarf að deila ef einhver verður afur, útkoma eða verk - við bjóðum deilingu á upplifun og líðan (valfrjálst)
Praktískar upplýsingar
Kennt á miðvikudagskvöldum
7. – 28. janúar kl. 19.00 – 21.00
📍 MÓAR studio - Bolholti 4, 2. hæð.
Takmarkað pláss – skráning nauðsynleg
Snemmskráningsverð til 1. jan 29.900.-
Fullt verð: 34.900 kr.
Innifalið:
– Aðgangur að öllum opnum tímum í Móa
– Allur efniviður
✨ Afslættir:
– 25% afsláttur fyrir áskrifta- og árskorthafa
– 10% afsláttur fyrir fólk í námi, fólk með örorku og eldri borgara
Þátttakendur eru beðnir um að mæta í þægilegum fötum. Allt annað er til staðar.
Um Láru Rúnarsdóttur:
Lára Rúnarsdóttir er eigandi MÓA studio. Draumur hennar er að skapa rými þar sem fólk upplifir öryggi til að bráðna, gefa eftir og mæta sér með mildi – rými þar sem allar tilfinningar eru leyfðar.
Kennsla Láru er skapandi og innsæisdrifin. Hún fléttar saman því sem hún hefur lært og iðkað í gegnum árin í lifandi spuna.
Lára er tónlistarkona (burtfararpróf í klassískum söng, píanó- og gítarnám), meðferðaraðili í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun (Upledger á Íslandi), jógakennari (Kundalini Yoga, Yoga Light Warriors, Yoga Renew – 500 tíma nám í gangi), kennari í Yoga Nidra (Amrit Institute) og tónheilari (gong og tónskálar – Om Sound Medicine).
Hún er einnig með menntun í NA-shamanisma (Otter Dance School of Earth Medicine), meistaragráðu í kynjafræðum frá Háskóla Íslands og B.Ed. í kennslufræðum.
Lára hefur gefið út sjö sólóplötur og tónlist er stór og lifandi hluti af kennslu hennar.