frjálsar KONUR Í NÁTTÚRUNNI // 3ja vikna ævintýri // 1. júní

frjálsar KONUR Í NÁTTÚRUNNI // 3ja vikna ævintýri // 1. júní

Regular price
43.600 kr
Sale price
43.600 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Frjálsar KONUR Í NÁTTÚRUNNI - Þriggja vikna ævintýri í villtri náttúru & krafti sumars 1. - 20. júní 2024.


Má bjóða þér í ævintýri með konum úti í náttúrunni?
Og fara inn í sumarið í dýpt, gleði, tengingu.
Tengjast landinu, náttúrunni, jörðinni og sjálfri þér.
Liggja við rætur trjánna, finna ilminn af lyngi.
Að finna tærnar í mosanum, moldinni.
Baða þig í fossunum & kristaltærum vötnum.
Að anda að þér fersku loftinu, lífinu.
Finna frelsið og tilfinningarnar.
Vekja leikgleðina og gleyma þér hér.
Liggja í móanum, hugleiða & hlusta.
Dýpka innsæið & heyra í hjartanu.
Að hoppa í þúfum og ganga um landið.
Upplifa töfra á sumarsólstöðum.


Við upphaf sumars þegar allt blómstrar & iðar af lífsorku, hefjum við ferðalagið. Við endum á töfrandi degi sumarsólstöðunnar. Við hittumst úti í fagurri náttúrunni og fléttum saman serimóníum, göngum & nærveru með náttúrunni, hugleiðslu & innblæstri á ólíkum stöðum & með einstökum hætti í hvert sinn. Við munum bjóða upp á 100% hreint kakó & íslensk jurtaseiði í takt við hvert ævintýri. Milli stundanna munum við halda ævintýrinu & tengingunni lifandi innan hópsins.


Dagsetningar & staðsetningar:
1. júní frá kl. 12.00 - 15.00, 20 mín frá Rvk.
6. júní frá kl. 17.00 - 21.00, 30 - 60 mín frá Rvk.
15. Júní frá kl. 11.00 - 16.00, 30 - 60 mín frá Rvk.
20 júní frá kl. 17.00 - 22.00, 30 mín frá Rvk.

Hvert skipti verður 3 - 6 klst í senn og í 20 - 60 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nákvæmar staðsetningar, tímasetningar, verða sendar út til ykkar þegar nær dregur og munu taka tillit til veðurs & vinda.


Upphafið:
Í rótum fjallanna. Við ána, nærandi bað. Ilmur af furu og birki. Opnunarathöfn inni í sveitahofi. Kakó & íslenskt jurtate. Konuhringur & nærandi samvera. Jóga nidra djúpslökun & draumferð. Eldathöfn undir berum himni.


Vatnið:
Í kröftum Þingvallavatns. Á göngu um töfraveröld. Serimónía í skjóli trjánna. Uppsprettan sem nærir. Tónabað & djúpslökun í rjóðrinu, konuhringur. Opnun raddarinnar. Íslenskar lækningajurtir. Forn viska. Heitt & kalt.


Fjöllin:
Kraftur líkamans & faðmur fjallanna. Frelsið & fossadýfur. Leikgleðin á göngu um mjúkar þúfur. Kakó og kyrrð. Konur að hvíla & hugleiða í rjóðri birkiskógar.
Sumarsólstöður:


Hápunktur. Ævintýri á óvæntum stað þegar sólin er hæst á lofti & náttúran víbrar. Sálin syngur & hjartað kítlar. Á göngu um fagurt land. Náttúrubað. Hugleiðsla undir berum himni á hlýrri jörðu. Íslenskt jurtate. Heit súpa & brauð.


Viltu vera með?
❤
Skráning hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is. Hægt að skipta greiðslum í tvennt.


Verð: 43.600


Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er velkomið að senda línu á modirmariac@gmail.com eða moar@moarstudio.is


Ef þú kemst ekki öll skiptin en langar að vera með, þá finnum við frábæra lausn & lægra verð!


Með ást & tilhlökkun,
María Carrasco & Móar stúdíó, Rebekka Levin & kennarar Móa.
❤


……………………………………..

KONUR í náttúrunni er lifandi viðburðir sem slá í takt við árstíðir & náttúru landsins: Serimóníur, ævintýri úti í móa, í nánd við jörðina & fossana, svitahof & sjóböð, í nærandi samveru með konum, ræktandi innri tengingu, frelsi & sambandið við jörðina. Hugmyndin kviknaði árið 2022 hjá Maríu Carrasco & Láru Rúnarsdóttur og hafa þær haldið úti ýmsum formum af viðburðum, ævintýrum & námskeiðum með konum í náttúrunni.


Af hverju serimóníur:
Í helgum athöfnum & serimóníum gefst okkur færi á að tengjast okkur sjálfum, fólkinu, jörðinni & tilvistinni á dýpra sviði. Hver serimónía hefur sinn tilgang og við gefum bænir & þakklæti. Þá iðkum við gjarnan hugleiðslu, hreyfingu/dans, söng & spilum á hljóðfæri. Með hugleiðslu ferðumst við inn á við þar sem við vinnum með að opna hjartað, tengjast sálinni, finna fyrir líkamanum & heyra í innsæinu. Við fáum rými til að muna það sem skiptir máli, finna tilganginn, endurtengjast og nærast á líkama & sál.


Um kakó & íslenskar lækningajurtir:
Hver planta & jurt hefur sinn mátt og eiginleika og tengist náttúrunni & landinu sem hún tilheyrir. Við trúum því að með því að tengjast plöntunni og opna fyrir líkamlegu áhrifin þá styðji það okkur í því að finna fyrir hjartanu, andanum & tilfinningum og geti styrkt líkamsstarfsemina á mjög fjölbreyttan hátt og hjálpað okkur að tengjast náttúrunni & jörðinni. Kakóplantan og þær íslensku lækningajurtir sem við munum bjóða upp á (hvönn, birki, maríustakkur) verða kynntar & heiðraðar í hvert skipti.