FORNHEILUN // 16. maí

FORNHEILUN // 16. maí

Regular price
8.900 kr
Sale price
8.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Fornheilun með Stínu & Láru fer fram í Móum fim 16. maí frá kl. 20.00 - 22.15.
Sækjum aftur í grunninn, upprunann, náttúruna til heilunar & lækningar (*ath ekki verið að vísa til hugvíkkandi meðferðar). Stuðst er við fræði & visku NA Shamanisma, aðferðir sem frumbyggjar hafa gefið leyfi til notkunar, í bland við íslenska fornspeki, með landsins vernd & vættum. 

Unnið verður með eitthvað af eftirfarandi aðferðum- en leiðbeinendur verða í hlustun á hvað vill koma í gegn. Unnið verður í gegnum transmiðlun. 

- Lækningajurtir (m.a. cacao, birki, ilmreyr, salvía, fjallagrös)
- Lækningahjólið & höfuðáttirnar.
- Máttur dýranna
- Draumferðir
- Bænaathafnir
- Forfeðraheilun
- Sálarendurheimt
- Orkulegar krækjur
- Trommuferðalög
- Lækningasöngvar & hjartasöngvar

Leiðbeinendur eru Lára Rúnarsdóttir & Kristín Þórsdóttir.

Lára Rúnarsdóttir er eigandi Móa studio, jógakennari, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona & kynjafræðingur. Hún lauk námi frá skóla Robbie Warren í NA- Shamanisma árið 2021.

Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífsmarkþjálfi. Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt. Einnig er hún með menntun í NA-shamanisma frá skóla Robbie Warren.

Verð : 8900
(Aðeins 12 pláss í boði)

ATH: ef þátttakandi kemst ekki á viðburðinn er ekki gefin endurgreiðsla en nýta má greiðslu sem inneign upp í annan viðburð. Ekki er hægt að fá inneign eftir að námskeið/viðburður hefst.