FORNHEILUN // draumferð með náttúrunni - 4 vikna námskeið

FORNHEILUN // draumferð með náttúrunni - 4 vikna námskeið

Regular price
29.000 kr
Sale price
29.000 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Verið velkomin á fjögurra vikna námskeið með Láru & Stínu inn að upprunanum með aðferðum fornfræðinnar. Draumferðum með náttúrunni. 

Kennt er á mánudögum frá kl. 19.00 - 21.00.

Við eflum tengslin við náttúruna, andans heima, verndina & vætti þessa magnaða lands sem við lifum & öndum á. Við tengjum við og finnum virðið í athöfnum & rituölum sem styrkja þetta virðingaverða samband. Fáum að finna fyrir því að við erum ekki ein, njótum stuðnings & fáum tækifæri til heilunar.   

5.júní kl. 19.00 // ELDATHÖFN
Við hefjum námskeiðið í austrinu, þar sem sólin rís, kveikjum eld & hefjum samtal við landvættina. Staðsetning kemur með skráningu. 

12. júní kl. 19.00 // KRÆKJUR & ENDURHEIMT
Annar tíminn fer fram inn í Móum. Athöfn helguð hreinsun & heilun. Þar sem unnið er að orkulegri hreinsun, losað um krækjur & unnið að endurheimt fyrir sálina.  

19. júní kl. 19.00 // FORFEÐUR/MÆÐUR/KVÁR
Þriðji tíminn fer fram í Móum. Förum inn í draumferð & heilunarvinnu þar sem við bjóðum inn sjö kynslóðir aftur. Hver og einn fer inn í draumferð til tengsla við sinn uppruna, að finna styrk & stuðning & eiga samtal við þá forfeður sem vilja koma í gegn. 

26. júní kl. 19.00 // VATNSATHÖFN
Fjórði tíminn fer fram í návígi við sjóinn, bænaathöfn með elementinu vatn. 

Kennarar námskeiðisins eru Lára Rúnarsdóttir & Kristín Þórsdóttir. 

Lára Rúnarsdóttir er eigandi Móa studio, jógakennari, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona & kynjafræðingur. Hún lauk námi frá skóla Robbie Warren í NA- Shamanisma árið 2021. 

Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífsmarkþjálfi. Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt. Einnig er hún með menntun í NA-shamanisma frá skóla Robbie Warren. 

Kennt á mán frá kl. 19.00 - 21.00.

SNEMMSKRÁNINGSVERÐ: 29.000 til 1. júní // innifalið í verði er aðgangur að stundaskrá móa þessar 4 vikur.

Tryggðu þér pláss hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is.