Flæði og Ró með Ernu Bergmann byrjar í Móum í janúar. Fyrsta stundin í komandi seríu er þriðjudagskvöldið 21. janúar frá kl. 19.30 - 21.30.
120 mínútna tími þar sem dekrað er við öll skynfærin með áherslu á hleðslu. Hreyft verður við orkuflæði líkamans, styrking, öndun, hugleiðsla og slökun. Allt djúsí stöffið til þess að koma okkur í jafnvægi og halda ró í daglega lífinu. Stundið hefst á dýrindis kakóbolla eða tesopa.
Alltaf sætur gjafapoki og góður félagsskapur.
Uppbygging tímans:
Kakó/Te
Upphitun
Öndun
Styrkur
Nidra slökun
Hugleiðsla
KENNARI: Erna Bergmann er stofnandi Swimslow sem er sjálfbært sundfata- og vellíðunarmerki sem leggur áherslu á að láta konum líða vel og hvetur konur til þess að næra sig betur. Erna er menntaður fatahönnuður, hefur starfað sem hönnuður, stílisti, tímarita útgefandi, ritstjóri, listrænn stjórnandi og er lærður Kundalini og Yoga Nidra kennari og leggur stund á jógaþerapíu nám þessa stundina.
Verð: 6900