Ferðalag upp orkustöðvar líkamans // 7 vikna námskeið // hefst 18.ágúst

Ferðalag upp orkustöðvar líkamans // 7 vikna námskeið // hefst 18.ágúst

Regular price
33.300 kr
Sale price
33.300 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Velkomin í ferðalag upp sjö megin orkustöðvar líkamans.

Rótarstöðin: Inn að jörð, rótum, uppruna & öryggi

Hvatastöðin: Inn í sköpun, leik, skynjun & næmni

Sólarplexus: Inn í áræðni, styrk, þrautseigju & mörk

Hjartastöðin: Inn í mildi, von, samkennd & kærleika

Tjáningastöðin: Inn í sannleika, tjáningu, losun & nánd

Þriðja augað: Inn í minni, hlustun, vitund & veru

Krúnan: Inn í léttleika, tenginu, traust & trú

Við munum styðjast við hugleiðslu, möntrur, hljóð, öndun, líkamsæfingar og slökun til að heyra & skynja hvar við erum stödd. Auk þess að fara í gegnum hvernig ójafnvægi hverrar orkustöðvar getur komið fram í okkar daglega lífi. Við munum spyrja okkur spurninga & leitast við að svara þeim í heiðarleika & hreinskilni & fá þannig tækfæri til heilunar & vaxtar.

Verið hjartanlega velkomin í þetta ferðalag sem mun nýtast sem ákveðinn leiðarvísir til sjálfs- skoðunar, þekkingar & virðingar.

Við hefjum hverja stund á 100% hreinu súkkulaði frá Guatemala sem skerpir einbeitingu, skynjun & hlustun. Einnig í boði að fá MÓA te sem býr yfir svipuðum lækningamætti.

Kennari námskeiðisins er Lára Rúnarsdóttir, eigandi MÓA. Hún er jógakennari, tónlistarkona, kynjafærðingur & er með menntun í NA- shamanisma & höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun.

Námskeiðið hefst 18.ágúst & stendur til 29.sept. Kennt er á fimmtudögum frá kl. 17.45 - 19.00.

Verð: 33.300 & innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum í MÓUM studio þessar sjö vikur.

Ef þú ert þegar með kort í MÓUM, þá finnum við góða lausn fyrir þig.

Skráning fer fram hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is