
Samverustund leidd af Huldu Tölgyes og Láru þar sem þátttakendum gefst kostur á að staldra við, njóta kyrrðar og slökunar, fræðast um áhrif sögu okkar og reynslu á taugakerfið og hvernig mismunandi partar af manneskjunni fá hin ýmsu hlutverk.
Við notum forvitni til að kanna og skilja hvernig áföll og erfiðleikar hafa áhrif í dag og sjálfsmildi til að læra að mæta okkur.
Leitt verður inn í hugleiðslu, jóga nidra og æfingar sem styðja við þá vinnu.
Viðburðurinn er ekki klínísk hópmeðferð en byggir á reynslu, fagþekkingu og tólum sem Hulda og Lára búa yfir.
Hulda er sálfræðingur – Psychologist MSc - EMDR/CBT
Lára er jógakennari, kynjafræðingur, tónlistarkona og meðferðaraðili í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun.
Hvenær: laug 22. mars frá kl. 16-18 (gott að gera ráð fyrir 30 mín aukalega ef svo vill verða)
Hvar: Móar Studio, Bolholti 4 – 2. Hæð.
Verð: 8.900.- Hægt að fá kvittun fyrir endurgreiðslu úr stéttarfélagi.
Velunnarar Móa (sjóður byggður af Móavinum) býður 2 pláss þeim sem ekki hafa tök á að sækja viðburðinn sökum fjárhagslegrar stöðu. Fyrir það hafið samband í gegnum moar@moarstudio.is.