DJÚP KYRRÐ 4 vikna námskeið // 19. okt

DJÚP KYRRÐ 4 vikna námskeið // 19. okt

Regular price
39.000 kr
Sale price
39.000 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Viltu hvílast?

Þráir þú meira jafnvægi & aukna ró?

Áttu erfitt með að gefa þér tíma fyrir slökun?

Djúp kyrrð er námskeið með Láru Rúnarsdóttur jógakennara, tónlistarkonu & meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun. 

Djúp kyrrð er námskeið fyrir þá sem vilja meiri slökun & ró inn í lífið og öðlast tæki & tól til þess að róa taugakerfið. Bæði verða leiddar æfingar sem & dýpri nálgun í gegnum höfuðbeina & spjaldhryggsjöfnun & jóga þerapíu.

Námskeiðið stendur í fjórar vikur (19.okt - 14.nóv). Kennt er á mán & mið frá kl. 9.30 – 11.00.

Unnið er með eftirfarandi leiðir til slökunar.

Hugleiðsla:

Rannsóknir sýna að regluleg hugleiðsla hjálpar okkur að draga úr streitu & kvíða, eykur vellíðan og bætir andlega og líkamlega heilsu.

Yoga Nidra:

Jóga Nidra er leidd djúpslökun sem hjálpar líkamanum og huganum að ná ró og kyrrð sem og að vinda ofan af streitu. Talað er um jóga nidra sem jógískan svefn eða ástand þar sem meðvitundin er vakandi á sama tíma og líkaminn og hugurinn fær hvíld. Mjög aðgengileg og áhrifarík iðkun sem hentar öllum. Jóga Nidra fer fram í liggjandi stöðu

Gong slökun & tónheilun:

Tónheilun er ótrúlega áhrifarík leið til þess að slaka á og losa um uppsafnaða spennu. Líkaminn okkar er 70% vatn og tónarnir hreyfa við vatni líkamans. Tónheilun er byggð á þeirri hugmyndafræði að allt í heiminum sé búið til úr víbringi og að með tónheilun hreyfum við tíðni frumanna í líkamanum. Gongslökun er mjög áhrifarík leið til þess að losa um staðnaða orku & streitu, styrkir taugakerfið & hreinsar undirmeðvitundina. 

Öndun:

Áhrif þess að iðka djúpa & meðvitaða öndun eru margvísleg. Ma. lækkar blóðþrýstinginn, minnkar spenni í líkamanum & róar taugakerfið, eykur blóðflæðið, bætir hjartaheilsu og meltingarkerfið. Öndunaræfingar geta hjálpað að vinna á þunglyndi & kvíða auk þess sem það bætir svefn & eykur úthald.

 Höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun:

Milt og öruggt meðferðarform sem byggir á ákveðnum handbrögðum og tækni. Greint er ójafnvægi í höfuðbeina- og spjaldhryggjar kerfinu og það leiðrétt. Unnið er með og losað um spennu, samgróninga og bólgur í öllu bandvefs- og himnukerfi líkamans. Meðferðin eykur orku og vökvaflæði líkamans og fer ennig inn á að losa um bældar tilfinningar sem tengjast spennu í líkamanum.

Kakó:

Kakóið er sannkölluð ofurfæða, ríkasta planta veraldar af magnesium & andoxunarefnum. Það er ríkt af PEA sem er sama efni & við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka einbeitingu & fókus. Að auki er súkkulaðið ríkt af anandamide sem er kallað the bliss chemical. Súkkulaðið veitir aukna vellíðan, lækkar streituhormónið kortisól og er ríkt af gleðiboðefninu serótónin. Súkkulaðið er náttúrulegur orkugjafi sem eykur blóðflæði líkamans. Það er ríkt af járni, C vítamíni, sinki, kopar, omega 6 fitusýrum svo eitthvað sé nefnt.

Kennt er í litlum hópum, hámark 10 þátttakendur til að tryggja það að hver & einn fái sem allra mest út úr námskeiðinu. Samtal & upplýsingastreymi fer fram í gegnum lokaðan hóp á facebook.  

Verð: 39.000 & innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa. Flest stéttarfélög veita styrk upp í námskeið & kort móa. Boðið er eftir að skipta greiðslum í tvennt sé þess óskað.

Skráning fer fram hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is.