DANSANDI DRAUMFERÐ // þri 15. apríl

Regular price
6.900 kr
Sale price
6.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Velkomin í ferðalag þriðjudagskvöldið 15. apríl frá kl. 20-22 með dansi og sjamanískri draumferð þar sem skapað verður rými til þess að opna inn í drauma & innri visku, virkja lífsorku og sköpunarkraft. 

ATHÖFNIN:

Ferðalagið byrjar á kakóseremóníu ~ Við komum heim í líkama og hjarta og opnum fyrir ásetningi kvöldsins.

DANSINN:

Þaðan ferðumst við inn í hreyfingu með samblandi af leiddum dansandi æfingum í takt við tónlistina og opið hreyfiflæði og frjálsan dans til þess að tengjast dýpra inn á við og opna flæði lífsorku og sköpunarkrafts. 

DRAUMFERÐIN:

Við endum ferðalagið á sjamanískri draumferð, trommuleiðslu, þar sem rými opnast fyrir djúpa slökun og leiðslu handan hugans, inn í undirmeðvitund og upplifun frá dulvitund og innri visku. 

Verð: 6.900.- 

María Carrasco & Lára leiða athöfnina. 

María er sjúkraþjálfari, dansari, jóga nidra kennari (Yoga Nidra Network) & doula (Mama Bamba doula & soula), hún er með menntun í höfuðbeina - og spjaldhryggjarmeðferð (Upledger) & tónheilun (Acutonics). Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að halda viðburði & serimóníur fyrir fólk að dýpka tengslin við sjálft sig, hvort annað & náttúruna. Þar leggur hún áherslu á að leiða fólk inn á við og efla tenginguna við líkama, hjarta & sál með hugleiðslu, djúpslökun & hreyfingu. María hefur leitt konuhringi, dansviðburði og serimóníur frá 2018 og starfað í Móum stúdíó frá 2021. Hún heldur utan um & býður upp á viðburðaröðina Konur í Náttúrunni í samvinnu við Móa.

Lára Rúnarsdóttir er eigandi MÓA studio en draumur hennar er að skapa rými þar sem fólk finnur sig öruggt til þess að sleppa brynju sinni, grímum & vörnum. Að tengja við sitt sanna, einlæga sjálf & mæta öðrum þaðan. Rými þar sem við getum verið séð nákvæmlega þar sem við erum & fagnað því hversu ólík & stórkostleg við erum. Lára er tónlistarkona (Burtfararpróf í klassískum söng, píanó- & gítarnám), meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun (Upledger á Íslandi). Lára er jógakennari (260 tíma frá Kundalini Research Institute) (150 tímar frá Yoga Light Warriors) & er í 500 tíma námi frá Yoga Reniew í New York. Hún er tónheilari & lærði hjá Saraswati Om (Gong & Sound healing). Lára er líka með menntun í NA-Shamanisma (Otter Dance School of earth medicine) og með meistaragráðu í kynjafræðum frá Háskóla Íslands & B.ed. gráðu í kennslufræðum. Lára hefur gefið út sjö sólóplötur & er tónlist stór partur í hennar kennslu. Lára leggur áherslu á djúp tengsl, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.