DANSANDI // 4 vikna námskeið // 1. nóv

DANSANDI // 4 vikna námskeið // 1. nóv

Regular price
24.900 kr
Sale price
24.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

DANSANDI // 4 vikna námskeið 
1. - 22. nóvember
Kennt á mið frá kl. 19-20.30
Verð: Snemmskráning til 18. okt 24.900 // fullt verð 29.900.
Innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan á námskeiði stendur. 

Innilega velkomin í dansferðalag þar sem við tengjumst líkamanum, opnum fyrir innri dansarann & flæði lífsorkunnar og leyfum magnaðri tónlist að leiða för. Umbreytandi, lifandi & skemmtileg iðkun fyrir líkama & anda. Hver tími verður einstök blanda af leiddum æfingum, frjálsu flæði og stuttri hugleiðslu/djúpslökun.

Hvað þú munt læra á námskeiðinu:
Í gegnum dans munum við kanna hreyfingar líkamans, dýpka líkamsvitundina, skoða dans sem hugleiðslu og kafa þannig inn í líkamann. Við munum tengja dansinn við orkustöðvarnar & elementin með ýmsum æfingum og kynnast ,,musicality’’, þegar við leyfum tónlistinni að hreyfa okkur með mismunandi hljóðfærum og takti. Allt þetta til þess að upplifa meira frelsi, gleði og frígráður í dansinum, auka tjáningu í gegnum líkamann, finna opnun og ástand flæðis. Eftir dansferðalagið hefur fólk með sér fjölbreyttar dansandi æfingar & aðferðir og ríkan innblástur að njóta dansandi, hvar sem er, í hvaða formi sem er.

Áhrif, tæki & gildi námskeiðsins:
Dansinn hefur fylgt okkur frá upphafi, allir geta dansað og fólk um allan heim dansar. Á öllum aldri. Og hreyfir við okkur á svo einstakan hátt. Með því að fara inn í dans með formi sem þessu erum við að opna fyrir mögnuð áhrif og töfra DANSINS:

● Að dansa fyrir GLEÐINA.
● Dans sem listform og tjáning.
● Dans er öflugt form heilunar.
● Dans sem hugleiðsla // leiðsla.
● Tenging við tilfinningar í gegnum dans.
● Dansandi tenging við innsæi & drauma.
● Sem sjálfskönnun & valdefling.
● Að koma heim í sig - DANSANDI.
● Þinn innri dansari.

Fyrir hvern er þetta námskeið:
Öll eru innilega velkomin. Þau sem eru að opna á dans, að byrja, eða hafa dansað lengi og vilja dýpka sína upplifun.

Um kennarann:
María sérhæfir sig í kvenheilsu og hún brennur fyrir því að styðja við konur á meðgöngu og fæðingu og er í doulunámi eins og stendur. Hún heldur reglulega serimóníur fyrir konur að dýpka tenginguna við sjálfa sig og náttúruna. Hún er sjúkraþjálfari og hefur yfir 14 ára reynslu af því að stúdera og vinna með líkamann & heilsu á heildrænan hátt. María hefur æft & iðkað dans frá barnsaldri, salsa, kizomba, samkvæmisdans og ýmis frjáls form af dansi sem form af leiðslu & innri tengingu. Hún hefur kennt dans og haldið dansviðburði frá 2015. Í heilunarlistinni býður hún upp á sína alkemíu sem sjúkraþjálfari, Jóga Nidra kennari (kennaranám frá Yoga Nidra Network), meðferðaraðili í höfuðbeina - og spjaldhryggjarmeðferð, og tónheilun ( Acutonics). María hefur mikla ástríðu fyrir því að halda serimóníur og dansviðburði fyrir fólk að endurtengjast og kanna sjálft sig, sínar einstöku gjafir & drauma í takt við árstíðirnar og Jörðina.