Shamanic Breathwork & Vision Board // 4. apríl

Shamanic Breathwork & Vision Board // 4. apríl

Regular price
8.900 kr
Sale price
8.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Shamanic Breathwork & Vision Board í Móum þriðjudaginn 4. apríl frá kl. 19-22.

Sumarið er tíminn og ótrúlegt en satt, þá nálgast það! Áður en sumarið opnast okkur, með fuglasöng og blómstri, er tilvalið til að hlusta inn á við og velja það sem við sannarlega viljum,  þ.a. við veljum áherslu í hugsun og gjörðum sem leiðir okkur þangað sem okkur langar til að fara.
Við ætlum að nýta þessa samveru til þess að vinna með það sem vísindin kalla "the Imaginal Cells". Í fiðrildalifrunni eru óvirkar frumur sem vita hvað framtíðin ber í skauti sér - og þegar þær virkjast fer hið magnaða umbreytingarferli af stað og þessar frumur leiða ferlið.

Með Shamanic Breathwork getum við stillt okkur inn á komandi tíma, losað um það sem ekki þjónar lengur, fengið dýpri skilning á tilverunni og tengt við innsæið okkar.
Eftir öndunar-ferðalagið mun hver og ein búa til sitt eigið "Vision Board", með því að klippa út liti, form og orð úr tímaritum og blöðum sem verða á staðnum og líma klippurnar á plagg, á sinn einstaka hátt. Þetta tjáform skapar rými fyrir ýmislegt sem kemur ekki endilega fram við skrif, samtöl eða teikningar, og getur útkoman reynst dýrmætt landakort fyrir komandi leiðangra lífsins. Það getur líka hjálpað við að skerpa á gildunum okkar, forgangsröðun og innri sannleika.

Hjartanlega velkomið að koma með sitt eigið útklippiefni með sér, ef þú rekst á eitthvað sem veitir innblástur og þú tengir við.
Shamanic Breathwork er áhrifarík iðkun þar sem öll tjáning líkamans er velkomin. Með einfaldri en kröftugri hringöndun, og tónlist sem er stillt inn á orkustöðvar líkamans, opnar aðferðin möguleikann fyrir þátttakandann að uppgötva sitt innra landslag með því að opna inn á víðari stig meðvitundarinnar og þar með eigin getu til heilunar og umbreytingar - á andlegu, huglægu, tilfinningalegu og líkamlegu sviði.

Við tengjum við okkar innri visku og sleppum taki af því sem þjónar ekki lengur. Þannig öðlumst við meiri skýrleika og orku, sem veitir aukinn styrk til að taka fullan þátt í lífi okkar á virkan og meðvitaðan hátt.

Sumir hlæja. Sumir gráta. Sumir opna inn í ástand djúprar og umbreytandi hugleiðslu. Upplifun hvers og eins er ólík og hver reynsla er einstök. Í hvert skipti sem þú mætir til leiks tekur ferlið þig nákvæmlega þangað sem þú þarft að fara.

Engin reynsla nauðsynleg. Eina sem þarf til er áhugi og löngun til umbreytinga. Komdu nákvæmlega eins og þú ert.

Takmarkað pláss í boði.
Boðið verður upp á ceremonial cacao í upphafi tímans & létt nasl í lok hans. 
Verð: 8.900 kr.

Klæðnaður og annað til að taka með:
*Mjúkur og þægilegur klæðnaður
*Vatnsbrúsi
*Augngríma (eyemask), ef vill
*Dagbók & penni, ef vill

Mikilvægt að mæta tímanlega.

Gott að miða við að borða ekki þunga máltíð 2 klst fyrir viðburð.

Um leiðbeinandann, Áróru:
Ástríða Áróru er að skapa rými fyrir hverja og eina manneskju til að uppgötva sig í öllu sínu veldi, kunna á sinn innri áttavita og geta tjáð sig einlægt og af virðingu, þaðan sem við getum samskapað nærandi og gefandi samfélag.

Hún tvinnar saman fjölbreyttan bakgrunn sinn sem náttúrubarn af Vestfjörðum, list-skapari í mótun, heilbrigðisverkfræðingur (MSc, TUDelft Hollandi), vöruhönnuður, yogakennari (200 RYT Ásta Arnardóttur, 300 RYT Julie Martin & Emil Wendel), núvitund og hugleiðsla (Kyrrðarvökur víða um heim í hefð Insight Meditation/Vipassana, lengst 28 dagar á Spirit Rock CA), markþjálfi (Evolvia), yoga nidra leiðbeinandi (Matsyendra), Shamanic Breathwork master practitioner (Venus Rising Association for Transformation), Sacred Sound frá Sri Vidya Tantra hefðinni (Russill Paul) og aðferðafræði sem á rætur í Lucid Body acting technique (Kennedy Brown).