Andrými // Öndun - Yin - Restorative // 6. okt

Andrými // Öndun - Yin - Restorative // 6. okt

Regular price
3.900 kr
Sale price
3.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Andrými // 
Áhrif öndunar á taugakerfið með Yin/Restorative Yoga & Djúpslökun verður í MÓUM studio fim 6. okt frá kl. 20:30-22.00.

Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði, lendum saman í rýminu og förum í gegnum mjúka hreyfingu.

Í framhaldi könnum við áhrif öndunar á taugakerfið. Leitt verður í gegnum mjúkt Yin samhliða öndun. Yin jógað gefur okkur færi á að fara í dýpri tengingu við líkamann í gegnum öndunina. 

Leiðangurinn hefst á “Ujjaya Pranayama” - Haföndun. Sú öndun er jarðtengjandi, eykur einbeitingu auk þess að vera róandi & nærandi fyrir taugakerfið. Eftir það förum við inn í “Kaphalabhati Pranayama”. Sú öndun hefur hreinsandi áhrif á lungu, eykur orku, einbeitingu og súrefnisupptöku, aðstoðar meltingu og hreinsar huga. 
 Við endum leiðangurinn á “Buteyko Pranayama”. Buteyko hefur margvísleg jákvæð áhrif. Öndunin er hjálpleg við streitu og kvíða, eykur svefngæði og er talin auka afkastagetu í íþróttum

Kvöldið endar á djúpri slökun þar sem líkaminn hvílist á meðan þú tekur á móti iðkun kvöldsins í kyrrð.

Inga Birna leiðir Andrýmið. Inga Birna útskrifaðst sem Yogakennari hjá Ástu Arnarsdóttir 2021 & og lauk námi í NA- Shamanisma hjá Robbie Warren sama ár. Einnig er hún menntuð ÍAK Einka-& Styrktarþjálfari, er sjálf íþróttakona og var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltið í Brazilísku jiu jitsu (BJJ).
 Hún hefur alla tíð lagt mikla áherslu á líkamlega & andlega rækt ásamt því að hafa starfað sem þjálfari síðastliðinn áratug.

Verð: 3900

Hægt að tryggja sér pláss hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is fyrir aðra greiðsluleið.

<3