Andrými // Öndun - Yin - Restorative // 6. des

Andrými // Öndun - Yin - Restorative // 6. des

Regular price
3.900 kr
Sale price
3.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Andrými // 
Áhrif öndunar á taugakerfið með Yin/Restorative Yoga & Djúpslökun verður í MÓUM studio fim 6.des frá kl. 20:00-21.30.

Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði eða Móa tebolla Á meðan við njótum bollans sitjum við í mjúkri hugleiðslustund, í framhaldi könnum við áhrif öndunar á taugakerfið.

Leitt verður í gegnum mjúkt Yin samhliða öndun en Yin yoga gefur okkur færi á að fara í dýpri tengingu við líkamann í gegnum öndunina.

Á þessum viðburði skoðum við tvær mismunandi útfærslur af öndunaræfingum (Pranayama) Sú fyrri er “Kaphalabhati Pranayama”. Hún hefur hreinsandi áhrif á lungu, eykur orku, einbeitingu og súrefnisupptöku, aðstoðar meltingu og hreinsar huga. Þar sem við tökum hana að kvöldi til er hún framkvæmd á mildari hátt en ef hún er iðkuð að morgni dags.

Seinni Öndunaræfingin er “Buteyko Pranayama”. Hún hefur margvísleg jákvæð áhrif, er hjálpleg við streitu og kvíða, eykur svefngæði og er talin auka afkastagetu í íþróttum. Hún er því frábær að kvöldi þegar komin er meiri ró á kerfið. Á þessum viðburði dveljum við lengur í Buteyko öndun en á fyrri viðburðum og skoðum áhrif hennar dýpra en áður.

Kvöldið endar á djúpri slökun þar sem líkaminn hvílist á meðan þú tekur á móti iðkun kvöldsins í kyrrð.

Inga Birna leiðir Andrými, Inga Birna útskrifaðst sem Yogakennari hjá Ástu Arnarsdóttir 2021 & og lauk námi í NA- Shamanisma hjá Robbie Warren sama ár. Einnig er hún menntuð ÍAK Einka-& Styrktarþjálfari, er sjálf íþróttakona og var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltið í Brazilísku jiu jitsu (BJJ).
Hún hefur alla tíð lagt mikla áherslu á líkamlega & andlega rækt ásamt því að hafa starfað sem þjálfari síðastliðinn áratug.

Verð: 3900

Hægt að tryggja sér hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is fyrir aðra greiðsluleið. ❤