AFTUR Í LÍKAMANN – 4 vikna námskeið með Hrefnu Lind // 4. okt

AFTUR Í LÍKAMANN – 4 vikna námskeið með Hrefnu Lind // 4. okt

Regular price
27.900 kr
Sale price
27.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Á þessu fjögurra vikna námskeiði er líkaminn skoðaður sem listrænn miðill á ýmsa vegu með það að markmiði að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi. Við nýtum bæði líkamann sem efnivið og skriffæri til að tengjast inná við og koma hugmyndum okkar, anda og efni í listrænt form. Unnið verður með orku, tilfinningar, líkamleikann, ímyndunarafl þar sem hugmyndir verða gripnar á lofti og þróaðar áfram. Tækniæfingar í spuna, hugleiðslu, skapandi skrifum og raddþjálfun verða stundaðar á námskeiðinu. 

Kennt er á mið frá kl. 20-21.30 frá 4. okt - 25. okt. 

Við byrjum hvern tíma á að drekka 100% hreint súkkulaði frá Guatemala en súkkulaðið hefur þann kraft að veita aukna slökun & þar með veita greiðari aðgang að sköpun. Því næst gerum við líkamsæfingar, hreyfiflæði og djúpslökun til að tengja við undirmeðvitund og innri visku. Síðan endum hvern tíma á skapandi skrifum til að skrásetja listræna flæðið okkar og hugmyndir sem kvikna á námskeiðinu. 

Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að rannsaka sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur. Gott er að koma í þægilegum fötum og með stílabók og skriffæri. 

//

In this workshop Back to the body we are exploring the body as a tool to access our creative flow. We use the body as a subject and a writing tool to connect with ourselves, our ideas, spirit and material and shape it into a form. We will be working with energy, emotions, embodiment, imagination where ideas will be developed. Technical exercises in improvisation, meditation, creative writing and voice work will be practiced. The workshop is thought for anyone who are interested in connecting to their bodies and to tap into their creative flow. Bring notebook and pen and comfortable clothes. 

 

Þemu/Themes:

4. okt  // Líkaminn - orka, tilfinning og ímyndunarafl // Physical body - energy - emotion and imagination.

11. okt  // Líkaminn og röddin // Body and voice.

18. okt  // Dómararnir -  hvað stoppar okkur? // The judges - what stops us?

25. okt // Hugmyndir gripnar á lofti. Ásetningur og farvegur // Ideas grasped and grounded.

 eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta: 

  • Nýtt líkama sinn til sköpunar og innblásturs. 
  • Nýtt sjálfan sig, ímyndunarafl og hugmyndir sem efnivið. 
  • Hafa hugmynd um hvað er að virka vel fyrir sitt skapandi ferli og hvernig er hægt að deila því áfram.

Kennari námskeiðisins er Hrefna Lind Lárusdóttir. Hrefna er sviðslistakona sem starfar á mörkum listforma, sviðslistar, myndlistar, tónlistar og hönnunar. Hún er stundakennari við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands þar sem hún aðstoðar fólk að beisla sinn sköpunarkraft, tengjast ímyndunaraflinu og koma því í listrænan farveg. Hún er meðlimur í hljómsveitinni The Post Performance Blues Band sem einnig er feminisk rannsókn á því hvernig hægt sé að taka pláss í senu þar sem leikreglur eru ókunnugar. Hrefna er ein af stofnendum og þjónustufulltrúi Mannyrkjustöðvar Reykjavíkur sem er mannræktaraðstaða þar sem fólk getur tengst sinni innri plöntu og stofnandi verkefnisins Múrar brotnir, listavinnusmiðju í fangelsum landsins. Hrefna er með menntun í bókmenntafræði, leiklistakennslu, nútímasviðslistum auk þess að hafa jógakennararéttindi frá Indlandi & Jóga Nidra kennararéttindi frá Kamini Desai. Öll hennar verkefni eiga það sameiginlegt að búinn er til útópískur heimur þar sem hlutir sem ekki viðgangast í samfélaginu eru leyfilegir.

 

Hvar/where: MÓAR studio Boltholti 4 2.hæð

Hvenær/when: 4. okt - 25. okt

Wednesdays from 20-21.30.

Verð: 27.900 
Innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan á námskeiði stendur.

20% afsláttur fyrir áskriftahafa // 15% afsláttur fyrir fólk með örorku, námsmenn & heldra fólk. Hafðu samband við moar@moarstudio.is

Hlökkum til að taka á móti ykkur <3