AÐVENTAN // 5 vikna námskeið // 25. nóv - 22. des

AÐVENTAN // 5 vikna námskeið // 25. nóv - 22. des

Regular price
32.900 kr
Sale price
32.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

AÐVENTAN  5 skipta námskeið með Úu & Láru. Kennt á mánudagskvöldum frá kl. 18.00 - 20.00 Nema síðasta skiptið er kennt sun 22. des frá kl. 16-18. Tækifæri til þess að færa meðvitund og ró inn í fallegast tíma ársins. Hugtakið „aðventa“ - kemur úr latínu og merkir „það sem er að koma“. Aðventan er tími undirbúnings, við bíðum í myrkrinu, eftir endurkomu ljóssins á vetrarsólhvörfum.

Á vetrarsólhvörfum, þann 21. desember, er lengsta nótt ársins. Á sólhvörfum myndast bið, líkt og sólin stendi í stað og í sálinni myndast eftirvænting. Þetta er tími undirbúnings, tími eftirvæntingar, innsæis og eflingar.

Á aðventunni kemur boð, tækifæri, til að dýpka við samband okkar við heiminn í kringum okkur með því að vera meðvituð um umhverfi okkar, heiðra styrk og fegurð allra fjögurra ríkja náttúrunnar; Steinaríkið, plönturíkið, dýraríkið og ríki manneskjunnar.

Þessi meðvitund færir okkur nær okkar eigin kjarna og í okkur getur orðið til tilfinning djúpstæðs þakklætis.

Hver tími samanstendur af kakó, hugleiðslu, söng, léttri hreyfingu og aðferðum til að tengjast þema hvers tíma fyrir sig.

Vika 1 (25. nóv kl. 18-20)
STEINARÍKIÐ. 
Efnisheimurinn / Physical body

Vika 2 (2. des frá kl. 18-20)
PLÖNTURÍKIÐ; Eteríski heimurinn / lífsorkan 
Tilfinningar 

Vika 3 (9. des frá kl. 18-20)
DÝRARÍKIÐ; Astral / alheimsorkan 
Hugur

Vika 4 (16. des frá kl. 18-20)
Sjálfið | Ég-ið 

VIKA 5 (sun 22. des frá kl. 16-18)
Spirit | kjarninn. Bók Úu: Tíminn á milli tíma |The liminal Space verður kynnt sem stuðningur við ferðalagið frá vetrarsólstöðum til þrettándans. Dagbókin verður til sölu fyrir þá sem vilja.

Verð fyrir námskeið 32.900 
25% afsláttur fyrir áskriftahafa. 15% afsláttur fyrir fólk með örorku, heldra fólk og fólk í námi. Fyrir afsláttinn er best að senda póst á moar@moarstudio.is

Hlökkum til að sjá þig.