AÐ BYGGJA GRUNNINN AÐ FRELSI RADDARINNAR // 4 vikna námskeið með Arnmundi Backman // 27. nóv

AÐ BYGGJA GRUNNINN AÐ FRELSI RADDARINNAR // 4 vikna námskeið með Arnmundi Backman // 27. nóv

Regular price
27.900 kr
Sale price
27.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.


AÐ BYGGJA GRUNNINN AÐ FRELSI RADDARINNAR er 4 vikna námskeið með Arnmundi Ernst Backman sem hefur heldur betur slegið í gegn í Móum. Námskeið til þess að kynnast og skilja röddina á hennar forsendum, byggja upp styrk og stuðning svo finna megi aukið frelsi í raddtúlkun og söng. 

Námskeiðið er byggt upp á samspili þriggja þátta; 

1. Nálgun að röddinni til að ná fram sannleika í tjáningu. 
2. Tæknileg aðferðafræði til að styrkja söngrödd.
3. Líkamleg nálgun að röddinni til að skilja hljóðfærið betur og samspil þess við slökun/spennu, öndun og kvíða.

Hvað þú munt læra á námskeiðinu:

Leitt er í gegnum núvitundaræfingar og öndun, líkamlegar æfingar, raddtækni og söng með það að markmiði að auka skilning á eftirfarandi viðfangsefnum:

1. Áhrif líkamsvitundar á rödd.
2. Samspil stuðnings og slökunar í söng.
3. Hver er mín rödd - hvaða áhrif hefur mismunandi raddbeiting?
4. Afhverju læsist röddin?
5. Hvernig styrki ég röddina?
6. Hvar liggur frelsið í söng?

Þegar grunnurinn er sterkur fær röddin hugrekkið til að taka á flug. Að syngja í flæði er að vera í algjöru trausti.  Markmið námskeiðsins er að hver og einn öðlist aukið vitundarsamband við eigin rödd og fái upp í hendurnar lykla sem gerir röddinni kleift að halda áfram að vaxa, styrkjast og dafna.

Námskeiðið er fyrir öll sem vilja opna og styrkja rödd sína, eiga auðveldar með að fara á flug og finna frelsi í söng og tali og auka mildi, traust og kærleika gagnvart þessu stórmerkilega hljóðfæri sem röddin okkar er.

Um kennarann:
Arnmundur Ernst Backman er leikari, söngvari og kennari. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands af leiklistarbraut árið 2013. Hann hefur starfað sem leikari í helstu leikhúsum landsins sem og í kvikmynda- og sjónvarps verkefnum innan- og utanlands.

Um árabil starfaði Arnmundur samhliða listinni í líkamsræktarstöðinni Primal Iceland. Þar var mikil áhersla lögð á aukna þekkingu á líkamanum, öndun, teygjur og hvernig megi takast á við streitu og kvíða.

Í seinni tíð hefur Arnmundur stigið gagngert inn í heim tónlistarinnar í formi eigin lagasmíðar og möntru söngs. Sömuleiðis hefur hann aðstoðað/þjálfað fólk á opinberum vettvangi með raddbeitingu og framkomu. 

Umsögn með síðasta námskeiði Arnmundar í Móum:
Ég mæli eindregið með þessu námskeiði, það var svo gaman! 
Arnmundur er frábær kennari með ljúfa nærveru, það var alltaf tilhlökkunarefni að mæta, æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar og mjög heilandi að virkja röddina. - Ragga

Í mínum huga er ekki hægt að verða fyrir vonbrigðum með námskeið sem inniheldur þetta efni með Arnmund sem kennara. Hann hefur einstakt lag á að láta öllum líða vel í eigin skinni með fallegri framkomu og greinilega þekkingu á því sem hann miðlaði til okkar. Námskeiðið var vel fram sett, ekki of skipulagt svo ávallt var tími fyrir útúrdúr ef upp kom. Honum var annt um að fá viðbrögð frá okkur og geta svarað þeim spurningum sem til hans var varpað. Það er mikið í húfi að geta fundið sína hjartans rödd og miðlað henni óhrædd því hún er sönn og afar dýrmæt. Ég myndi alltaf mæla með þessu námskeiði fyrir öll sem erum forvitin og áhugasöm um að læra að njóta og þroska þá vöggugjöf sem röddin okkar er. - Hulda María

Námskeiðið stendur frá 27. nóv - 18. des. Kennt er á miðvikudagskvöldum frá kl. 19.30 - 21.00.
 
Verð: 27.900 & innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan námskeiðið stendur. Tryggðu þér pláss hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is.

Áskriftahafar fá 25% afslátt af námskeiðinu, fólk með örorku, námsfólk og heldra fólk fær 15% afslátt af námskeiðinu. Hafið þá samband í gegnum moar@moarstudio.is.