
Hjartanlega velkomin í 9d öndunarferðalag og tónheilun með Arnóri Dan & Herberti Má sunnudaginn 16. mars frá kl. 13.00 - 15.30.
9d er byltingarkennd tækni sem sameinar hljóð og öndun og getur hjálpað okkur á margvíslegan hátt með að vinna úr tilfinningum sem setja fastar í líkamanum.
Öll erum við með einhver mynstur sem liggja í undirmeðvitundinni sem stjórna okkur og hafa áhrif á það hvernig við upplifum okkur sjálf og heiminn í kringum okkur. 9d ferðalagið getur aðstoðað okkur við það að komast handan hugans og djúpt inn í líkamann/innri heim og hjálpað okkur að vera meðvituð um það sem við komum ekki auga á frá degi til dags.
Í hverju ferðalagi er unnið með mismunandi þema/ásetning þar sem hljóð, leiddar hugleiðslur og öndun vinna saman og hlutverk hvers og eins þáttakanda er að mæta sér á þeim stað sem hann/hún/hán er. Þetta getur verið magnað tól til vaxtar ásamt því að losa um streitu og teljum við það nauðsynlegt á þeim tímum sem við lifum á að við tengjumst okkur sjálfum, hægjum á okkur og finnum hvað það er sem við viljum raunverulega gera í þessu lífi.
Upplifunin sem verður unnið með á þessum viðburði heitir “GRIEF & LOSS” og allir þáttakendur eru með sín eigin 9d vottuðu heyrnatól til þess að hlusta í gegnum. Þessi djúpa upplifun hjálpar okkur að sleppa tökum á hlutum sem eru rótgrónir í líkömum og er einstaklega gott ef að við erum að glíma við einhverskonar umbreytingar í lífi okkar. Allt er alltaf í mótun og þar erum við engin undantekning. Prógrammið miðar að því að leiða þátttakendur blíðlega í gegnum litróf sorgar með samkennd og kærleika.
Það getur stutt við okkur og hjálpað til við það að finna hverju við þurfum að sleppa á þessari stundu og hvað það er sem við viljum kalla meira af inn í líf okkar”
*Ferðalagið er leitt á ensku og hver og einn er á sinni eigin dýnu með sitt par af heyrnatólum.
Í tónheiluninni verður spilað á tvö gong, málmhörpu og alchemy crystal skálar sem eru blöndur af quartz kristal, málmum og öðrum kristölum Tíðnin í þessum hljóðfærum hefur áhrif á frumur líkamans og hjálpar okkur að komast djúpt inn í slökunar ástand sem er einstaklega gott til þess að bæði lenda og melta upplifunina sem hefur átt sér stað. Það eina sem þarf að gera í tónheiluninni er að slaka á, taka á móti hljóðinu og leyfa því að ferðast þangað sem að það vill/þarf að fara fyrir hvert og eitt okkar.
Þú getur bæði unnið með þinn ásetning en sameiginlegur ásetningur verður að jarðtengja okkur, skapa kyrrð innra með okkur og tengjast þeirri ró sem hvílir handan hugans.
Margskonar tilfinningar geta komið upp í bæði tónheilunni og 9d upplifuninni og mikilvægt er að muna það að það er eðlilegur hluti af þessu sem við tökum fagnandi, þessar tilfinningar sitja fastar í mörgu hverju okkar og það að geta skapað og upplifað rými þar sem við getum fengið að vinnar úr þeim er dýrmætt.
Arnór Dan & Herbert Már hafa báðir lokið 1 og 2 stigi í reiki heilun og nýta það meðan haldið er rými utan um ferðalag þátttakenda. Einnig er Arnór Dan Yin Jóga kennari og tónlistarmaður, Herbert hefur lokið Om Sound Medicine námi hjá Saraswati Om.
Vinsamlegast mætið ca 15 mínútum fyrr upp á að viðburðurinn geti byrjað á settum tíma
Hlökkum til þess að taka á móti ykkur.
Arnór Dan & Herbert Már