6 mánaða djúpnám // Innleiðing á aðferðum fornfræðinnar // hefst 23. jan

Regular price
85.000 kr
Sale price
85.000 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

6 mánaða djúpnám

Innleiðing á aðferðum fornfræðinnar

Móar Studio, Lára Rúnarsdóttir og Kristín Þórsdóttir bjóða upp á sex mánaða djúpnám í aðferðum fornfræðinnar frá janúar til júní 2026.

Námið er helgað fræðslu og miðlun sem styður við valdeflingu, dýpri persónulega iðkun og innri samþættingu.

Námið er jarðbundið sem þýðir að heilun og innri vinna verði djúp, örugg og sjálfbær þegar hún er rótgróin í líkama, náttúru, samhengi og mennsku hvers og eins.

Áhersla er á að skapa dýpri tengsl við uppruna, jörðina, eigin innri rætur og þá visku sem lifir í landslagi, líkama og minni.

Markmið námsins er að þátttakendur dýpki næmi sitt, snerti á persónulegu frelsi og styrki traust sitt til lífsins, verndar og eigin innsæis.

Iðkun og aðferðir námsins styðja við hæg, líkamstengd ferli þar sem öryggi, samþætting og ábyrgð eru sett framar upplifun eða árangri.


Aðferðir og nálgun

Aðferðirnar sem kenndar eru mynda brú á milli hins forna og samtímans.

Við vinnum með aðferðir sem styðja við að muna visku landsins og menningarlegra róta, án þess að slíta hana úr samhengi eða gera tilkall til hefða sem eru ekki okkar að bera áfram.

Námið byggir á:

  • meðvitund um uppruna aðferða

  • virðingu fyrir menningarlegu samhengi

  • aðgreiningu á innblæstri og eignarhaldi

  • auðmýkt gagnvart því sem ekki er okkar

Áhersla er lögð á að skapa öruggt, gagnsætt og styðjandi rými þar sem þátttakendur kanna aðferðirnar á sinn eigin hátt.

Vegferð hvers og eins er viðurkennd sem einstök og engin krafa gerð um ákveðna túlkun, trú, heimsmynd eða upplifun.

Hér er ekki verið að móta eina „rétta“ leið, heldur að styðja við persónulega merkingu, líkamsvitund og innri samþættingu.

Við heiðrum mennskuna í öllu sínu litrófi og vinnum með aðferðirnar sem lifandi ferli, ekki fastmótaðar formúlur.


Um fornfræði

Fornfræði er forn lífssýn og lækninganálgun sem má finna í rótum ólíkra menningarheima víðs vegar um jörðina.

Hún byggir á virðingu fyrir öllu lífi, tengslum manns og náttúru, hringrásum og meðvitund um anda alls sem er.

Í þessu námi nálgumst við fornfræðina sem lifandi og persónulegt ferli, ekki sem endurgerð eða eftirhermu ákveðinnar hefðar.

Athafnir, helgihald og iðkun í náminu eru ekki formlegar vígslur í nafni neinnar menningar eða andlegrar línu, heldur rými fyrir innri vinnu, persónulega merkingu og samþættingu.

Kennslan byggir á auðmýkt, samkennd, gagnsæi og virðingu gagnvart uppruna þekkingar.

Námið er ekki ætlað til að veita formlegt umboð til kennslu eða lækninga, heldur til að dýpka skilning, ábyrgð og tengsl þátttakenda við sjálfa sig, náttúruna og samfélagið.


Kennslufyrirkomulag

Kennt er í gegnum fræðslu og upplifun þar sem þátttakendur kynnast aðferðum til sjálfsvinnu, rýmis- og helgihalds og persónulegrar iðkunar.

Unnið er með líkama, rödd, takt, hljóð, náttúru og kyrrð sem leiðir að vitund og jarðtengingu.

Hluti námsins felur í sér smíði á eigin trommu og vinnu með takt, rödd og hljóð sem innri leið til tengingar og meðvitundar.


Námsgreinar

  • Fornfræði og uppruni

  • Animismi og náttúrutengsl

  • Seiður

  • Lækningahjólið (kennt sem táknrænt og persónulegt ferli)

  • Athafnir og bænaform

  • Jurtir og tengsl þeirra við menningu og náttúru

  • Ferðalög milli heima (sem innri vinna)

  • Altarisgerð og heilagt rými

  • Rödd, hjartasöngvar og hljóð

  • Útiseta og náttúruathafnir

  • Elementin og árstíðahringrásir

  • Taktur, trommur og trommusmíði

  • Hreinsun, vernd og orkuvinna

  • Helgiathafnir sem tákna tímamót og heimkomu


Tímasetningar og staðsetning

Námið fer fram yfir fimm helgar auk útskriftardags.

Fjórar helgar eru kenndar í Móum Studio, Bolholti 4.
Ein helgi fer fram í Kjarnholti í Bláskógarbyggð þar sem gist er í tvær nætur.

Útskrift fer fram með veglegri veislu og viðurkenningarskjali í Móum Studio laugardaginn 13. júní kl. 18.00.


Kennsluhelgar

  • 23.–25. janúar – Móar Studio
    Kennt er föstudag frá 19–22 & 13–16 laugardag og sunnudag.

  • 27. febrúar –1. mars– Móar Studio
    Kennt er föstudag frá 19–22 & 13–16 laugardag og sunnudag.

  • 20.–22. mars – Kjarnholt, Bláskógarbyggð
    Dagskrá hefst kl. 16 föstudag og lýkur kl. 14 sunnudag.

  • 24.–26. apríl – Móar Studio
    Kennt er föstudag frá 19–22 & 13–16 laugardag og sunnudag.

  • 29.–31. maí – Móar Studio
    Kennt er föstudag frá 19–22 & 13–16 laugardag og sunnudag.


Verð

349.000 kr.
(hægt er að skipta greiðslum í fjóra hluta)

Innifalið í verði

  • Öll kennsla

  • Námshefti

  • Lækningajurtir

  • Efniviður í trommugerð

  • Gisting í Kjarnholti

  • 3 máltíðir á dag í Kjarnholti


Um leiðbeinendur

Kristín Þórsdóttir og Lára Rúnarsdóttir leiða námið saman út frá sameiginlegri sýn um jarðbundna, ábyrgða og lifandi nálgun á fornfræði og andlega iðkun. Þær sameina í kennslu sinni dýpri líkamsvitund, tengsl við náttúru, forna visku og nútímalega skilning á samþættingu, öryggi og mennsku.


Kristín Þórsdóttir

Kristín Þórsdóttir er stofnandi og eigandi Eldmóður ehf. Hún starfar sem vottaður markþjálfi og kynlífsmarkþjálfi og sameinar í sinni vinnu djúpa líkamsvitund og andlega nálgun. Hún er einnig Advanced höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili (Upledger á Íslandi). Þar notar hún mjúka snertingu til að hlusta á líkamann og skapa jafnvægi og rými fyrir innri slökun og sjálfsheilun.

Kristín hefur menntun í NA-shamanisma frá Otter Dance School of Earth Medicine undir leiðsögn Robbie Warren. Þar dýpkaði hún tengsl sín við náttúruna, frumöflin og anda dýranna. Í sinni vinnu nálgast hún þessi tengsl af auðmýkt og virðingu, og vinnur með anda dýranna sem táknræna og innri leið til sjálfsþekkingar, verndar og tengingar við frumkrafta og innsæi.

Hún er einnig tónheilari og lærði á gong og kristalskálar hjá Saraswati Om (Gong & Sound Healing), þar sem hún nýtir hljóð, titring og tíðni sem leið til djúprar slökunar, umbreytingar og innri samþættingar.

Kristín hefur verið næm frá unga aldri og gekk um tíma í gegnum ferli þar sem hún lokaði á þá næmni. Með árunum hefur hún stigið aftur inn í sína köllun með jarðbundinni og ábyrgri nálgun, þar sem hún sameinar lifaða reynslu, forna visku og nútímalegan skilning í allri sinni vinnu.

Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða að styðja fólk í að tengjast sjálfu sér, líkama sínum og anda á dýpri, heiðarlegri og sjálfbærri hátt, í takt við náttúruna, hringrásir lífsins og eigin innri visku.


Lára Rúnarsdóttir

Lára er eigandi MÓA Studio þar sem markmiðið er að skapa rými þar sem fólk finnur sig öruggt til að gefa eftir, mæta sér & muna. 

Kennsla Láru er skapandi og lífræn þar hún fléttar saman það sem hún hefur lært, iðkað og lifað í innsæisspuna þar sem rödd, líkami, hljóð, kyrrð og nærvera fá að leiða. Tónlist er stór og lifandi hluti af hennar kennslu.

Lára er meðferðaraðili í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun (Upledger á Íslandi) og jógakennari með menntun í Kundalini Yoga (Kundalini Research Institute), Yoga Light Warriors og er í 500 tíma námi hjá Yoga Renew í New York. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra frá Amrit Institute. Auk þess er hún tónheilari og hefur lært gong og tónskálar hjá Om Sound Medicine.

Lára hefur menntun í NA-shamanisma frá Otter Dance School of Earth Medicine undir handleiðslu Robbie Warren og nálgast þá þekkingu af virðingu, auðmýkt og meðvitund um menningarlegt samhengi. 

Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum frá Háskóla Íslands og B.Ed. gráðu í kennslufræðum, sem endurspeglast í gagnrýnni hugsun, næmni fyrir valdatengslum og djúpum skilningi á mennskunni í öllu sínu litrófi.

 


Nína Wolf Feather

Gestakennari á námskeiðinu er Nína Wolf Feather en hún aðstoðar við trommugerð og virkjun hennar. Nina nálgast kennslu sína út frá djúpum og lifandi tengslum við náttúruna. Tengslum sem mótast af hlustun; á tungutak dýranna, hvíslið í vindinum og kraftinn sem býr í jörðinni. Þar finnur hún innblástur til að skapa og vinna með hrátt efni úr náttúrunni – skinn, bein og við – og umbreyta því í hluti sem bera fegurð, merkingu og tilgang.